mánudagur, júní 28, 2004

Hallo kalló!

Sit hérna í vinnunni að bíða eftir að klukkið verði 20. Gengur alveg óvenjulega hægt finnst mér. Mætti sko klukkan 13 í dag. Þvílíkur lúxus... fór og keypti rúnstykki í morgunmat og svona fíneri og dundaði mér við lestur á blöðunum.

Búin að eiga frekar bágt í dag... er alveg að drepast í bakinu. Þetta er ekkert grín að vera svona stífur og vera með verk frá rassi og upp í haus og verkjatöflur eru ekkert að virka. Eins gott ég verði góð fyrir fimmtudag því þá keyrum við vestur á Ísafjörð og svo á föstudag förum við með bát yfir á Flæðareyri.
Speaking of which... þarf að redda mér tjaldi og græjum.

1 ummæli:

Hildur sagði...

hæbb hrebbna, ertu ekkert að blogga, reyndar ekkert búin að vera dugles sjálf, en well anyway vonandi skemmtirðu þér vel :)