laugardagur, júní 05, 2004

Dagurinn

Þá er maður á helgarvakt og svona skemmtilegheit. Að vísu það er voðalega ljúft að vera hérna um helgar einhvern svo mikil ró yfir öllu.

Maður kíkti aðeins á kaffihús með vinnufélögunum í gær eftir vinnu svona eins og einn tveir bjórar teigaðir. Síðan haldið heim í mat... Birna og Lalli nærðu sig með okkur. Ræddi alveg heillengi við Birnu um ríkisstjórnina og slíkt. Very interesting to say the least. Jon er komin með nett ógeð held ég á þessum pælingum mínum þó hann skilji ekki einu hvað ég er að segja þegar ég er að ræða þetta. Hann hlakkar bara til að fara að læra íslensku.

Seinna í gærkveldi var kíkt í bjór á kaffihús með Sigrúnu og Kötlu. Svaka stuð. Verst að þurfa að mæta í vinnunna því ég var alveg komin í nettann djammgír. Ó well kannski í kveld.

Rölti mér áðan upp á kaffitár og fékk mér ótrúlega góðann machiato hjá Sigrúnu og svo skoðaði maður í búðarglugganna. Keypti mér voðalega töff úr í Skarthúsinu... mjög ánægð með þessi kaup mín.

Oh mig langar svo í skó... helst rauða.... og tösku í stíl. Reyndar langar mig bara að fara á verslunarfyllerí.... en ég er að reyna að vera skynsöm og sparsöm. Sérstaklega ef maður ætlar að flytja af hótel mömmu í haust.

4 ummæli:

A J sagði...

Bíddu á aldrei að laga þetta kommentakerfi eða hvað? Það sökkar feitt! Annars þarf maður ekkert að vera skynsamur eða sparsamur til að flytja að heiman ;)

A J sagði...

Annað... Þegar þú ferð á kaffihús með vinnufélögunum, fer Davíð þá einhverntíma með? En Halldór?

Gyða töffari sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Gyða töffari sagði...

Hva ég bara deletaði commentinu mínu!!! Hvurslags er þetta, en alla vega þá væri ég alveg til í Smáralindarfyllerí :) Á bara ekki alveg efni á því!