sunnudagur, júní 20, 2004

tjill og fleira

Hæ hó,

Lítið að frétta af mér... Um helgina hef ég afrekað að fara í nokkrar heimsóknir, "djammið" með Þórunni, Víkingahátíð, út að borða, bíó, fá nokkrar heimsóknir og svo núna er ég stödd í vinnunni.

Jon fór í fyrsta skipti út án mín í gær... á djammið með Hadda og strákunum. Ég held hann hafi skemmt sér alveg þokkalega. Ég þurfti að fara snemma að sofa til að geta vaknað til að fara í vinnuna.

Símbloggið er ekki að virka sem er alveg ömurlegt.

Þórunn og Birta kíktu í heimsókn til mín í vinnuna áðan... Birta var eitthvað svaka feimin við mig. Mútur virkuðu ekki einu sinni, reyndi alveg gulrætur og kleinuhring en neibbs enn feimin.

Ég verð að fara að gera eitthvað í útlitinu á þessari síðu... og kommentakerfið og koma upp linkunum og og og og

Engin ummæli: