fimmtudagur, maí 06, 2004

Ég er búin að standa í þeirri trú í allann dag að það sé föstudagur þvílíkt svekkelsi þegar ég fattaði að í dag er bara fimmtudagur.

Hlakka samt alveg til að komast heim og í afslöppun á eftir. Og gvuð hvað ég öfunda mömmu, pabba, Dabba og Jon og alla hina sem fá að upplifa hita og gott veður þessa dagana. Það er svooo hrikalega kalt úti sérstaklega hérna í miðbænum. Aumingja fólkið úti á þessum mótmælendafundi Norðurljósa á Austurvelli. Get ekki ímyndað mér að það sé þægilegt að standa þarna úti akkúrat þessa stundina.

Á morgun fer ég svo loksins í klippingu þannig ég hætti kannski að líta út eins og lukkutröll. Þetta er alveg fáranlegt verð ég að segja, hvað hárið á mér vex hratt þetta er bara eins og illgresi.

Hey en hvernig líst liðinu svo á gsm bloggið? Að skoða myndir og slíkt. Mér finnst þetta sjálfri mjög góð leið til að miðla myndunum úr nýja símanum mínum.

Engin ummæli: