þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Fréttir

Ég er orðin svaka spennt á að yfirgefa landið í nokkra daga. Fer til London á fimmtudag og fer síðan þaðan til Frankfurt á Sunnudag og verð hjá Hrefnu gellu í alveg viku.

Um helgina var maður að vinna við forsetainnsetninguna.... þvílíkt stress! En maður var svoooo ánægður þegar þetta var búið.

Ég held þetta sé fyrsta verslunarmannahelgin sem ég fæ mér ekki í glas og geri ekkert nema vinna alla helgina. Fékk mér einn bjór á sunnudag og var bara orðin vel hífuð eftir hann ef ég hefði drukkið annann þá hefði ég drepist áfengisdauða.

Ég þarf alveg all illilega á nuddi að halda.... bakið er í messi... mælir einhver með góðum stað eða góðu fólki? Þarf náttúrulega að vera í góðu standi fyrir verslunarferðina mína!

Engin ummæli: