föstudagur, september 23, 2005

Heimsóknin búin

Snökt snökt þá eru mamma og pabbi farin heim til Íslands eftir annasama daga hér í Köben.

Fyrsta daginn fórum við á kollegíið mitt og settið fékk að sjá hvernig ég bý. Því næst var farið að leita að "hótelinu" þeirra. Hehehehe smá sjokk fyrir fólkið ekki alveg sem var búist við. En you get what you pay for. Því næst var rölt um bæinn og kíkt við í Nyhavn...audda var einn öl drukkinn á Hviids Vinstue. Um kveldið fórum við á gamla vinnustaðinn minn í mat....Reef n Beef. Ég fékk mér krókódílinn...mmmmm og svo fengum við mamma, Aussie discovery og Death by chocolate í eftirrétt. MMMMmmmm

Annan daginn fóru gamla fólkið í golf....kemur á óvart! Um kveldið fórum við í Tívolí! Byrjuðum á að borða á Hereford.... shit hvað maturinn var góður. Svo var farið í tækin. Í gamla daga þurftu mamma og pabbi að hafa hemil á mér og Davíð í kringum svona tæki.... þetta kvöld var ég að hafa hemil á þeim. Við fórum í öll helstu tækin... gamla rússibanann, töfrateppið, Dæmonin (oftar en einu sinni), turninn og fleira. Massa gaman!

Þriðja daginn fóru gamla fólkið í dýragarðinn og garð í Frederiksberg og rölta um allann bæinn. Síðan komu þau og hittu mig og Elín Ásu á Baresso. Við röltum svo með þeim niður strætið. Þess má geta þegar foreldrar mínir eru með í för þá er stoppað oft og svalað þorstanum. Svo enduðum við í drykkjum á Marakesh...ekkert smá flott og þjóninn kom meira að segja með smakk handa okkur. Við borðuðum svo kvöldmat á Italíano... Gamla fólkið vildi endilega sjá Christaniu og audda fórum við þangað og teiguðum öllara í Nemólandi. Svo var farið aftur niður í bæ og tjekkað á nokkrum stöðum áður en haldið var heim á leið.

Síðasta daginn þeirra eyddi mamma í nokkrum verslunum meðan pabba var plantað á kaffihús staðsett í grennd við verslanirnar. Ég kom svo og hitti þau og fór með mömmu í nokkrar búðir og svo borðuðum við á Jensen Böfhus. Þá var bara kominn tími á að fara út á flugvöll. Kvaddi þau, fór að vinna og fór heim og rotaðist fyrir framan sjónvarpið.

Það er búið að vera voðalega ljúft að hafa þau í heimsókn. Þau mega alveg koma oftar.

Engin ummæli: