Nú hef ég verið klukkuð tvisvar einu sinni af Helenu og svo af Ásgeiri.... satt best að segja hélt ég að ég væri gleymd í bloggheiminum því enginn var búinn að klukka mig. Búin að fylgjast með þessu hingað og þangað undanfarnar vikur.
1. Ég hef fests á ótrúlegustu stöðum... inni í sófa, inni á baðherbergi, í skóm, og uppi á þaki...og fleira sem ég man ekki í augnablikinu. Já ég er sko sem sagt svolítið óheppin. ( ef þið viljið nánari útskýringar verðiði að biðja fallega)
2. Ég elska beljur.
3. Þegar ég var krakki (ca. 3.ára) þá ætlaði ég að giftast George Micheal
4. Ég er skít skít skít hrædd við nálar og sprautur.
5. Ég var vinnualki....ég er það ekki lengur.
Já þá á ég að klukka fólk!
Ég klukka á Ellen, Ellu, Önnu Jónu, Möggu Linnet og Þráin & Maríönnu. Good luck!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli