miðvikudagur, september 28, 2005

ljóskumóment!

Búin að þrá að fara í bíó í lengri tíma... þannig Elín Ása og ég fórum loksins í gærkveldi. Maður varð náttúrulega að sjá Hitchhiker´s Guide to the Galaxy í kvikmyndahúsi. Þess ber að nefna að danir eru mjöööööög eftir á í að sýna myndir. Það er ekki eins mikil bíómenning eins og heima. Svo kostar þetta enn meira en heima hér!!! Eða hvað er annars bíómiðinn komin upp í heima? Fyndna hér er það eru númeruð sæti!!!

Jæja við erum þokkalega tímanlega förum og kaupum okkur popp og kók og bíðum eftir að vera hleypt inn í salinn. Ég kíki á miðann og sé í hvaða sal við erum og labba bara beinustu leið þar inn þegar það er opnað sagði örugglega við hana við ættum að fara í sal 11 þó við ættum að vera í sal 12.... Elín eltir mig bara. Við sitjum þarna og jöpplum á poppinu og horfum á allar auglýsingarnar. Djöfull er etta löng og súr auglýsing... einhver danskur AA fundur. Hmmm ég held barasta ég hafi aldrei séð svona langa auglýsingu. Elín spyr hvort við séum ekki örugglega í réttum sal... ég svara ööö ég er ekki viss. Kíki á miðann. Elín við þurfum að koma okkur héðan út! híhíhí sátum þarna í 20 mín grunlausar um ljóskuskapinn. Svo gat Elín ekki fattað hvernig ætti að opna hurðina þannig enn meiri hlátur. Náðum réttu myndinni á háréttu augnabliki!

Fínasta skemmtun... nema þegar ég var búin í bíó þá voru ansi mörg missed calls og allt frá Hildi. Hún ákvað að fara í leik við sjálfa sig um hvað hún gæti sett mörg missed calls á símann minn.... hún er ekki í lagi.

Engin ummæli: