Það varð ekkert úr gærdeginum... ég fór ekki einu sinni út úr húsi. Fór samt í heimsókn,fékk heimsókn og náði í Take-away... ljúft að búa á kollegíinu.
Í dag hefur dugnaðurinn verið aðeins meiri... ég hef ekki verið jafnmikill haugur. Búin að skúra og ganga frá þvottinum...loksins! Þyrfti eiginlega að fara og fá lánaða borvélina og klára að hengja upp myndir. En blah! Maður má nú ekki gera of mikið í einu.
Þarf að fara að vinna en gvuð ég held barasta að skúringakvóti dagsins sé uppurinn. Fer og verð massa dugleg þar á eftir. Fyndna er að yfirmaður minn er alltaf að tala um að klóna mig... honum finnst þetta svo vel gert, en málið er að ég er miklu fljótari að þessu en ég á að vera. Núna er ég komin með lykla að pleisinu og má fara og klára etta þegar mig hentar. Kemur sér held ég mjög vel þegar maður nálgast verkefna skil.
Fann loksins DVD fjarstýringuna... hún er búin að vera týnd í lengri tíma... fann hana bakvið ofninn.
Uppgötvun dagsins í gær: það er mute takki á tölvunni sjálfri...hljóðkortið var ekki bilað. Úps! Krúsi var heillengi að reyna að laga hljóðið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli