Nú ætla ég....aftur... að vera geggjað heilsusamleg! Fór í Bilka í dag og keypti mér fjölvítamín. Mér líður strax miklu betur þó ég sé ekki enn búin að taka eina einustu töflu. Ég er sannfærð um að heilsan sé betri bara við að hafa keypt etta. Svo er annað mál hvort maður muni eftir að taka etta. Já já svo er það sama gamla að vera duglegri við að fara í ræktina og reyna að borða hollt.
Annars fór ég í gærkveldi í mat til Ellu. MMMmmmm ekkert smá gott og ég át á mig gat. Í næstu viku ætla ég svo að elda fyrir hana. Hmmm hvað ætti ég eiginlega að elda?
Svo er bara flöskudagur á morgun....vííííí! Ætli maður kíkji ekki við á skólabarnum í nokkra Hof.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli