Ótrúlegt hvað maður getur verið latur. Ég er í dag búin að sitja og horfa á stærðfræðibókina mína... skrítið að ekkert síast inn! En ágætt náði aðeins að leiðrétta eitt verkefni og vinna aðeins í kostnaðaráætluninni. Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur alveg fundið allt annað að gera en að læra... ég er til dæmis búin að taka til í I-tunesinu hjá mér, horfa á imbann, tala við fólk á msn, laga til í glósum og svo framvegis... nenni samt ekki að vaska upp en það er alveg næsta mál á dagskrá.
2 VIKUR Í að ég lendi á Fróninu!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli