föstudagur, desember 02, 2005

ÚFF erfitt líf

Ásgeir var svo elskulegur að klukka mig þannig ég ætla að verða við hans beiðni en þar sem ég er með afbrigðum góð manneskja þá ætla ég ekki að klukka neinn!

1. Hvað er klukkan? 18.40


2. Hvaða nafn er á fæðingarvottorðinu þínu? Hrefna Þórisdóttir en ég hef aldrei séð neitt helv... fæðingarvottorð.

3. Hvað ertu kölluð/kallaður? Hrebbna, a.k.a. byttan a.k.a. icelander a.k.a. Hebbna
4. Hvað voru mörg kerti á síðustu afmælisköku? Fékk ekki köku en það hefðu átt að vera 24 kerti.

5. Hár? Stutt og dökkrautt.

6. Göt? Í sitthvoru eyra

7. Fæðingarstaður? Reykjavík
8. Hvar býrðu? Dalslandsgade 8 A 702 í kóngsins köben.

9. Uppáhaldsmatur? Mömmu og pabba matur.... mmmm ég sakna þess massíft að láta elda fyrir mér.


10. Einhvern tíma elskað einhvern svo mikið að það hefur komið þér til að gráta? Úff já ekki skemmtilegt!

11. Gulrót eða beikonbitar? Gulrót


12. Uppáhalds vikudagur? Föstudagar.... versti vikudagurinn eru þriðjudagar!

13. Uppáhalds veitingastaður? Góð spurning... Italiano kemur sterklega til greina hér í landi. Cheesecake Factory í Kanalandi og heima á fróni er ég voðalega hrifin af TapasBar.

14. Uppáhalds blóm? Sólblóm en Kormákur og Breki eru mín uppáhöld.
15. Hvaða íþrótt finnst þér skemmtilegast að horfa? Golf og formúluna

16. Uppáhalds drykkur? áfengt eða ekki? Sko þegar ég er þunn þá er sítrónu coke light algert möst. Carlsberg á flösku er mjög vinsæll einnig G&T. Annars bara gott íslenskt vatn!
17. Disney eða Warner brothers? Bæði betra
18. Uppáhalds skyndibitastaðurinn? Nonni!! I miss him soooo.

19. Hvernig er teppið í svefnherberginu á litinn? Ekkert teppi en ég á limegrænt flísteppi telst það með?

20. Hver var síðastur til að senda þér tölvupóst? það sendir mér aldrei neinn tölvupóst nema þeir sem eru að selja eitthvað. Ég hér með auglýsi eftir e-mail pennavinum!


21. Í hvaða búð mundir þú vilja botna heimildina á kreditkortinu? Ég gæti alveg botnað hana í mörgum búðum og á netinu.

22. Hvað gerir þú oftast þegar þér leiðist? Leik mér við kærastann minn hann herra Acer.


23. Hvaða spurning sem þú færð fer mest í taugarnar á þér? Stupid spurningar sem maður ætti að einu sinni að virða með svari.

24. Hvenær ferðu að sofa? eftir miðnætti

25. Hver verður fyrstur til að svara þér þessu? enginn því er ekki vond

26. Hver af þeim sem þú biður um að svara þessu er líklegastur til að svara ekki? Sjá síðasta svar

27. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? 4400 er æði! Lost er snilld.


28. Með hverjum fórstu síðast út að borða?? Fór á Vesúvíó um daginn með Rannveigu og Sólveigu


29. Ford eða Chevy? Ford... helst flottann blæjara.

30. Hvað varstu lengi að klára að svara þessu? 18.52 er klukkið núna þú mátt reikna.

Engin ummæli: