þriðjudagur, desember 13, 2005

óguðlegur tími

Einhvern veginn hélt ég að ég myndi fá miklu fleiri komment við síðustu færslu...

En í morgun vaknaði ég við símann og þar var póstburðarmaðurinn minn að koma með pakka til mín.... nema hvað klukkan var SJÖÖÖÖÖ um morguninn. Ég og Hildur héldum þetta væri aprílgabb (halló maður er ekki alveg með fulla rænu svona um miðja nótt) en viti menn það var bankað á hurðina stuttu seinna. Þar stóð maður í einkennisfatnaði póstsins og tautaði í sífellu 133 kr 133 kr 133 kr. Ég var ekki alveg að skilja hvað maðurinn var að segja bað hann vinsamlegast að tala ensku við mig en neiiii helduru hann sagði ekki bara nei. Reyndi eftir bestu getu að skilja þennann skrítna mann og jú jú þetta voru bolir sem ég pantaði og varð að borga toll af þeim. Svo rétti ég honum 200 kall en nei hann gat ekki skipt en ætlaðist til þess að ég færi út kl. 7 að morgni og fengi peningnum skipt og koma svo til hans. Ég sagði fokkit ég sæki þetta út á pósthús en hann hélt áfram að tjá sig um að ég ætti að fara út að skipta peningnum... ég sagði nei ég sæki þetta út á pósthús og bless. KLUKKAN FOKKING SJÖÖÖÖ! Eru ekki lög sem banna svona? Sæjuð þið fyrir ykkur að pósturinn myndi banka upp á hjá einhverju á Íslandi á þessum tíma?

Engin ummæli: