Já þetta eru klukkutímarnir þangað til ég lendi á fróninu sæla. Klukkið er eitt núna og ég er enn í skólanum að læra undir þetta ógeðis stærðfræðipróf.... hver ákvað að próf séu besta leiðin til að meta kunnáttu manns? Ég meina úti á vinnumarkaði hefur maður öll tæki og tól til að fletta upp upplýsingum. Nám er getan til að verða sér úti um upplýsingar, það er að minnsta kosti mat mitt.
Ég er orðin nett sýrð í hausnum! En það er víst ekki neitt nýtt. Kannski maður ætti að koma sér heim að lúlla svo maður verði ofurspræk á morgun. Sem betur fer er prófið ekki fyrr en um hádegi því þá er ég aðeins ferskari en ef prófaði væri fyrir hádegi....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli