miðvikudagur, desember 14, 2005

klukkið er hálf fjögur um miðja nótt

Já og Hrebbna er enn í skólanum. Er reyndar að mana mig upp í að fara heim ákkúrat núna en ég er nú búin að klára allt sem ég get gert þangað til á fundi á morgun. Magnað að hugsa til þess að eftir ekki svo langan tíma verður mín fyrsta önn í þessum skóla búin. Mér finnst eins og ég hafi byrjað í þessum skóla í gær.

En hlakkar ykkur ekki til að fá mig heim??? Á laugardag verða 202 dagar síðan ég var á Íslandi. Maður er orðinn svo sýrður að maður reiknar allt sem hægt er að reikna þessa stundina.

Engin ummæli: