Geisp! Er að borða kaffisúkkulaði í von um að maður lifni aðeins við.
Hey gleymdi alveg að tjá ykkur um mitt fyrsta alvöru danska próf. Ég sest niður stressaðri en andskotinn. Kennarinn tilkynnir það sem þarf að tilkynna og segir svo bara einn á klósettið í einu og bara einn út að reykja í einu! HA? WTF má reykja í miðju prófi??? Hélt að þetta væri djók, en svo eftir prófið fór ég að tala við bekkjarfélagana þá er þetta venjan. Maður má virkilega fara út að reykja meðan maður er í prófi.
Danir eru svo skrítnir.
Eins með heimabankann minn hér í DK ég get bara notað hann á einni tölvu og það verður alltaf að vera sama IP-talan, ef ég ætla að komast inn á bankann annarsstaðar verð ég að fara í bankann og biðja um nýtt pincode.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli