miðvikudagur, desember 28, 2005
nóg að gera
Undanfarna daga hefur maður verið voða busy við að hitta fólk. Á annan í jólum fór ég fyrst í jólaboð og svo í teiti til hennar Evu. Díó pakkið var þar mætt að sötra. Myndir af því eru komnar inn á síðuna. Svo í gærkveldi var saumó.... oh gaman að hitta þær stöllur. María mætti meira að segja með nýjasta afkvæmið, svooooo mikil dúlla. Í dag var það svo lunch með Tinnu og Kötlu, Sigrún kíkti svo aðeins á okkur. Í kvöld er það svo klipping hjá Þórunni beib.... hún ætlar að gera mig sæta fyrir áramótin. jáááá en hvað segir liðið hvað á að gera um áramótin?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli