þriðjudagur, ágúst 30, 2005

þæðö

Nú er Hrebbna komin með íslenska stafi þökk sé Tomma! Hann var svo yndislegur ad setja aðeins betra stýrikerfi á tölvuna mína en það sem fylgdi svona þannig maður gæti nú líka skrifað rétta íslensku. Það hefur farið aðeins í taugarnar á mér að geta ekki notað íslenska stafi. Samt þarf aðeins að rifja upp hvar íslensku stafirnir eru þar sem ég er með lyklaborð á dönsku og orðin aðeins of vön dönsku uppsetningunni.

Fór í afar ljúfengan mat til hennar Hildar áðan... snilldar kokkur þar á ferð. Sérstaklega gaman að vera svona einbúi eins og ég og fá heimaeldaðan mat sem er hollur í þokkabót. Ristað brauð verður ansi oft í kvöldmat hér á bæ.... hver nennir ad elda handa einum?

Jæja ætli það sé ekki sniðugast að fara að hátta... enda þarf maður að vakna á óguðlegum tíma á morgnanna.

Engin ummæli: