sunnudagur, nóvember 05, 2006

Snilld

Blessuð og sæl!
Snilld þegar fólk mætir í heimsókn til þín með innkaupapoka fullann af mat... fer svo bara og mætir nokkrum tímum seinna í tilbúin mat. Ég þurfti ekki einu sinni að spæla í hvað ég ætti að elda eða neitt....bara elda. Svaka fínn matur og 6 manns í mat. Rautt með að sjálfsögðu.

Í dag var fyrsti sunnudagur í hálft ár sem ég hef ekki verið í vinnunni eða upptekin. Svona eiga sunnudagar að vera! Ég hef ekki farið út úr húsi í allann dag...

Elín Ása er snillingur.... hún tók hjólataxa heim úr bænum í nótt. Hélt það væru engir leigubílar, nema hvað það voru bara svona 20 í röð á Radhuspladsen og hjólið kostaði meira en venjulegur leigubíll.

Ég er búin að vera sérleg barnapía um helgina fyrir krúttlegasta barn í geimi. Maður þarf ekki annað en aðeins að brosa framan í Heiði og þá fer hún að skellihlæja. Oh mússí mússí múss

Engin ummæli: