laugardagur, nóvember 18, 2006

The little Mermaid

Yndisleg mynd!!! Ég leyfði mér að kaupa mér Litlu Hafmeyjuna á DVD... ég vil meina þetta hafi verið fjárfesting til framtíðar. Sko verður maður ekki að eiga fullt af teiknimyndum þegar maður eignast börn? Fyndna er ég hef ekki séð þessa mynd í 15 ár en samt man ég eftir næstum öllu. Oh gaman gaman!

Annars er mikið um heimsóknir í augnablikinu... Rannveig frá Sverige, Gaui frá Nóatúni, og Guðný frá Íslandi. Sem þýðir einungis eitt... miiiikið af bjór!

Í fyrrakvöld var hér matarveisla að hætti Martha Stewart... Osso Buco, öplustappa og já Hrebbnan bakaði meira að segja ostaköku. Ég verð að fara að fá mér aðra vinnu, ég hef oooof mikinn frítíma.

Sófinn minn er undir álögum...

Mig vantar franskar....

Hildur er að verða búin með Joð...

Hún er sko að læra stafrófið...

Rannveig er búin að breytast í Svía...

Elín Ása er eiginkonan mín...

Ég nenni ekki í vinnuna...

Hollusta er ekki þynnkuvænn matur...

4 tíma svefn er aaalveg nóg...

Ástarjátningar eru fyndnar...

Engin ummæli: