föstudagur, nóvember 10, 2006

Hrebbna Stewart

Ég er að missa mig þessa dagana í eldamennsku og að gera íbúðina sæta. Keypti mér óvart nokkrar kokkabækur í gær og eitt stykki borðdúk. En það eru flestir að njóta góðs af þessu æði mínu því það fer enginn svangur úr M217. Í gærkveldi var hér á boðstólum ofnbakaður fiskur. Um helgina er ég búin að lofa að vippa upp einni marmaraostaköku. Á aðventunni er búið að ákveða að hafa konfektgerðardag hér í M.

Annars er það vinna í kvöld á franska.... en mig fer að vanta aðra vinnu... alltof mikið frí sem ég er í. Ég er að verða vitlaus á að vera ekki að gera neitt.

Engin ummæli: