Frábærir tónleikar í gærkveldi með Snow Patrol (írsk hljómsveit). Alltaf gaman að fara á rómantísk deit með Þránni og Maríönnu. Einnig gaman að hitta Rannveigu þrátt fyrir stundin hafi verið stutt.
Um helgina var einhver fótboltaleikur milli Danmerkur og Írlands. Vegna þessa hefur verið alveg fullt fullt af fullum Írum ráfandi um bæinn og syngjandi. Írar syngja allann sólarhringinn... alveg sama hvar ég hef verið um helgina hafa þessir vitleysingjar verið syngjandi og með bjór í hendi.
Hey eitt sem ég á rosalega bágt með að fatta hvað er að fólki sem vill berja annað fólk í hakkaspað fyrir það eitt að klæðast bol sem þeir fíla ekki? Eftir vinnu um helgina fórum við nokkur úr vinnunni og fengum við okkur bjór og einn félagi okkar sem var með var í fótboltatreyju með einhverju írsku liði en hann er sjálfur frá Írlandi. En þessir fyrrnefndu skemmtanaglaðir Írar voru nú ekki allir sáttir við klæðaburð félagans. Það var hótað að berja hann og jafnvel verra. Við redduðum honum hinsvegar bara anorakk yfir og héldum áfram að fá okkur bjór. Það voru hinsvegar nokkrir í hóp túristanna sem könnuðust við kauða en komu hinsvegar og báðust afsökunar á framferði vina sinna. Greinilega slagsmálahundarnir of fullir til að fatta hver er hver.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli