Ég og Elín Ása erum búnar að vera súper dúper duglegar í dag. Við erum búnar að vera að standsetja íbúðina í dag og breyta öllu. Settum í 10 þvottavélar, elduðum kvöldmat og margt fleira sem bara þurfti að gerast en hefur ekki gerst sökum tímaskorts. Ég fékk óvænt frí í vinnunni vegna veikinda eigandans. Það er allavega orðið geggjað fínt hjá okkur og stofan er mögnuð miðað við að við vorum búnar að sjá fyrir okkur að ekkert myndi ganga upp hjá okkur.
Miklar breytingar í vinnunni á Víking þessa dagana og maður veit ekki alveg hvernig framtíðin verður. Sem betur fer hef ég líka hina vinnuna á franska. Alltaf eitthvað að gerast í Hrebbnu veröld og að undanförnu er eins og allt hafi breyst hjá mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli