Takk kærlega fyrir allar afmæliskveðjurnar! Ég er nú bara upp með mér hvað margir mundu eftir mér.
Það var þvílík dagskrá meðan Amma, Birna og skvísurnar voru hérna. Fyrsta daginn var farið niður á Nyhavn í þvílíku sólskini og farið í bátsferð. Annan daginn héldum við allar í dýragarðinn og enn og aftur var þvílíkt gott veður. Seinna um kvöldið bauð ég svo í mat hérna heima hjá mér. Á mánudeginum fórum við í Bakken og fórum við oft í hvert tæki. Tæki og rauðvín kvöldið áður fara ekki sérlega vel saman. En Heklu fannst ekkert smá gaman. Það kvöld kom Hekla og gisti hérna heima, og horfðum við á DVD og dekruðum við okkur. Á þriðjudeginum fórum við í Tívolí og enn og aftur fórum við í fullt af tækjum. Um kveldið fórum við út að borða á Le Basilic í alveg 3-4 rétta máltíð með velvöldu víni með hverjum rétt. Namminamm! Á miðvikudeginum var rölt um bæinn og tjillað nett en einnig var farið út að borða á einn alversta veitingastað Kaupmannahafnar... mæli ekki með Jensen Böfhus. Síðan kvaddi ég þessa góðu heimsókn og hélt svo á frábæra tónleika með Tori Amos.
Síðustu dagar hafa svo farið í að ná sér eftir annasama viku. Nú er fríið búið og vinnan heldur áfram. úff púff
Engin ummæli:
Skrifa ummæli