Þá er ósköp rólegri helgi lokið. Mesta sem var gert var að bjóða Hildi, Hlín og Þránni í mat í gærkveldi. Grilluðum hammara og svo var ostakaka a la Hrebbna í eftirrétt. Fólk borðaði á sig gat og þegar þau héldu þau gætu ekki borðað meira píndi ég meira ofan í þau.... hehehehe. Enduðum svo kvöldið með að glápa á Dogma. Alveg sama hversu oft ég hef séð þessa mynd þá er hún alltaf jafn skemmtileg.
Ég skilaði af mér íbúðinni á kollegíinu áðan og á því bara heima á einum stað núna. Fínt að þurfa ekki að hugsa um þá íbúð meir. Nú þarf ég bara að fara að koma mér í IKEA að kaupa ýmislegt fyrir þessa íbúð. Einna mikilvægast er fataslá eða fataskápar.
Svo verða það bara rólegheit það sem eftir lifir dags.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli