Þvottavélin loks komin í hús en auðvitað eru einhver vandkvæði eins og er sjálfsagt þegar ég á í hlut! Nebblilega það er eitthvað ves að fá vatn inn á vélina. Þannig eigandinn er búinn að koma 2 að reyna að laga og er nú að reyna að bardúsa eitthvað. Vona bara svo innilega að þetta virki. Ég nenni ómögulega að þvo þvottinn minn í höndum eins og ég hef verið að gera að undanförnu.
Hér rignir óendanlega og ég er búin að lenda í nokkrum dembum án regnhlífar eða nokkurs konar vara. Í augnablikinu eru þrenn pör af skóm og 2 jakkar í þurrkun. Ég ætti kannski að finna regnhlífina mína og hafa hana með mér hvert sem ég fer.
Í svona veðri þá verður maður eitthvað svo ofur þreyttur og fær égnenniiggiveikina á háu stigi.
Annars erum við Elín búnar að vera að hengja upp myndir og gera sætt hérna. En þrátt fyrir það er enn frekar langt í land.
1 ummæli:
til hamingju með þvottavélina vonandi er hún að sinna þér vel :)
skil með nenni ekki veikina, ég þarf svo að taka kjallaraholuna í gegn áður en ég fer í frí en það er bara svo gott veður að ég get ekki hugsað mér að vera hérna undir sjávarmáli að þrífa! jakkkkk
knús
Skrifa ummæli