þriðjudagur, júní 19, 2007

þvottur...

Mér ætlar ekki að takast að fá þvottavél í hús! Málið er ég ætla bara að leigja þvottavél því ég veit ekkert hvað ég kem til með að búa í Danaveldi lengi og ef ég fjárfesti í slíkum grip þá vil ég kaupa gæðagrip sem endist eitthvað og einnig táknar slíkur gripur að ég er orðin aðeins fullorðnari en ég er tilbúin til að sætta mig við.
En að vandræðunum, þetta fyrirtæki nefnist LEASY og ég finn þar fína þvottavél á ágætu verði og reyni svo að panta hana á netinu. Neibb gat það ekki. Hringi og reyni að panta, fæ þau svör að einhver muni hringja í mig innan tíu mínútna. Eftir klukkutíma hringi ég aftur og fæ enn sömu svör og áður. Ég náttúrulega orðin smá pirruð. Ég hringi svo aftur og næ loks sambandi við einhvern og næ að panta gripinn. Hann segir mér að ég geti fengið hann afhentan eftir tæpa viku, whaaaat? Ég hélt þetta ætti bara að taka 2 daga! Ó well!
Á settum degi bíð ég spennt eftir að fá að fara loksins þvo föt, hóst hóst! En aldrei kemur neinn en ég fór í sturtu og hringi svo í þá og þá segja þeir að enginn hafi svarað. Ég náttúrulega miður mín. Kemst reyndar að því að þeir fóru í vitlaust hús!
Næsti afhendingardagur er fimm dögum eftir fyrstu tilraun, ég vakna snemma á sunnudegi til að vera klár fyrir afhendinguna. Nei nei þá hringja þeir og segja vegna veikinda er því miður ekki hægt að koma. Ég freeeeekar pissed off því það er farið að grynnka á nærfata og sokkabirgðum mínum allverulega. Jæja næ að væla út tíma 2 dögum seinna þrátt fyrir það ætti að taka 5 daga.
Nú í dag er þvottavélin loks komin á réttan stað en það mætir bara einn maður til að koma henni á sinn stað. Ég var búin að segja þeim að það væru nokkrar tröppur og líklega erfitt fyrir einn mann. Skv einhverjum reglum megum við Elín Ása ekki hjálpa og því fór þvottavélin mín tilbaka. Líklegast þarf ég að bíða í 5 daga enn!

Nú er ég virkilega að hugsa hvort ég eigi að kyngja á honum stóra mínum og viðurkenna að ég sé fullorðin og fara og fjárfesta í eitt stk þvottavél.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha þú ert náttúrulega sú alheppnasta kv gugga