föstudagur, júní 08, 2007

Heimsóknir

Í kvöld koma Amma Doja, Birna, Hekla og Heiður. Ég hlakka ekkert smá til en vegna vinnu næ ég ekki að sjá þær fyrr en í fyrramálið. Fyrsta matarboðið í þessari íbúð verður haldið á sunnudag en þá ætla ég að bjóða ferðalöngunum í mat. Nú er bara spurning hvað maður á að elda... Það væri líklega sniðugast að grilla eitthvað gott þar sem veðrið er uppá sitt allra besta þessa dagana. Svo verður farið út að borða á veitingastaðinn minn á þriðjudag. Auðvitað er skylda að kíkja niður á Nyhavn, fara í Tívolí og á Bakken, fara í eins og einn kanaltur, labba Strikið og allt þetta týpíska sem maður gerir með túristum.

Jæja best að fara að drífa sig út í møntvask þar sem þvottavélin okkar er ekki komin.

Engin ummæli: