sunnudagur, febrúar 18, 2007

stjörnuspá?

Tvíburar: Það er erfitt fyrir þig að örvast af og gleyma þér í hlutum einsog mat, daðri og skemmtun. Gefðu persónu þinni þess sem hún þarfnast. Það er besta leiðin til að koma þér aftur í gang. (tekið af mbl.is)

Vóóó ég held að stjörnuspáin mín hafi aldrei verið svoooo vitlaus! En hey whatever rocks your boat.

Annars var klikkun í vinnunni í gær og vinnudagurinn freeeekar langur. Erfiðast var þó að hafa aðstoð sem hefur enga reynslu what so ever og það var eiginlega bara double vinna fyrir mig því ég þurfti að endurgera margt sem hún gerði. Sem betur fer tóku gestirnir lítið eftir því. Fengum allavega gott þjórfé í lok kvölds.

Var svooo aldeilis til í einn öl eftir vinnu en ekki tókst það heldur var farið á milli bara í einn og hálfan tíma að leit að hentugum stað til að svala þorstanum. Endaði með að ég var orðin svo0000 pirruð, enda ekki búin að setjast niður í 13-14 tíma, orðin níkótínþurfi og þyrst, að ég stakk bara af heim og dó á sófanum.

Í dag var ætlunin að vera þvílíkt dugleg, laga til, elda mat, þvo þvott og svo framvegis en einhvern veginn er maður ekki að koma neinu í verk. Kannski gerist eitthvað á eftir aldrei að vita.

Engin ummæli: