fimmtudagur, febrúar 15, 2007

fullorðin?

Ég veit ekki alveg hvað er að gerast þessa dagana en allt bendir til þess að maður er ekki krakki lengur heldur maður verði að sætta sig við það að maður er fullorðin. Í dag byrja ég í nýju stöðunni á franska veitingastaðnum. Ekki laust við það að ég sé svolítið stressuð enda mikil ábyrgð. En nú verða allir sem eru í Köben að koma á veitingastaðinn til mín.

Ég held Hlín hafi orðað hlutina best þegar hún sagði ég væri heimsins mesti domestic frestari í heiminum. Þvotturinn bíður, uppvaskið bíður og þrifin líka. Þegar ég verð eldri og ríkari þá verður sko húshjálp á mínu heimili.

2 ummæli:

Sella sagði...

Ég skal koma - ég skal koma á veitingastaðinn til þín ekki málið - en hvaða stöðu ertu komin með þarna skvís??

Hrebbna sagði...

Ég er víst orðin manager og sé um daglegan rekstur... í raun eina sem ég geri ekki er að elda matinn og eigandinn fær að sjá um það.

En þú verður að koma og borða hjá mér þegar þú kemur í heimsókn!