miðvikudagur, maí 24, 2006
Dead Sexíííí
Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn kynþokkafull og ákkúrat núna. Er að kafna í eigin líkama.... ofnæmi sem aldrei fyrr. Nebbinn stíflaður, tárin leka og skrítin hljóð koma upp úr kokinu. Afrekaskráin er ekki uppá marga fiska í dag og allt einhvern veginn ofsa erfitt. Eðlisfræðin og stærðfræðin virðist ókljúfanleg þegar manni líður illa og ekki nenni ég að skúra hérna heima hjá mér. Hvað á maður þá að gera?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli