föstudagur, maí 12, 2006

Stressið búið í bili

Prófið gekk barasta vel... allavega miklu betur en ég hafði þorað að vona. Sátt við það. Það er löng helgi hér í Danaveldi, ég fæ barasta frí í heila 5 daga! En megnið af þeim tíma mun ég verja í vinnunni.

Þegar ég var um það bil að ljúka vinnu í dag komu Þráinn og Maríanna að bögga mig. Endaði með að ég fór á rómantískt deit með þeim tveim.... út að borða og svo í bíó. Voða gaman og frábært að geta tjillað aðeins. Afslöppun hefur ekki verið mikil upp á síðkastið og sést það kannski helst á íbúðinni minni sem er eins og eftir sprengingu. Ég bara nenni ekki að laga til í augnablikinu en ég þreif allt hátt og lágt í vinnunni í dag, það var baaaaara lítið að gera!

Fáranlegt eins og veðrið er búið að vera gott að undanförnu hef ég ekki náð að sleikja sólina neitt. Í síðustu viku var maður fyrir framan tölvuna meirihlutann af sólarhringnum og svo þegar það er loks búið eyði ég sólarstundum inni á dimmum bar. Samt er það fyrsta sem ég geri á morgnanna er að maka á mig sólarvörn.... humm ljósin frá bjórkælinum eru svona svaka sterk...

Engin ummæli: