Margmennt hefur verið í A702 um helgina en ég tók að mér að hýsa nokkra sem voru heimilislausir og aðra sem búa í sveit. Alls vorum við 4 hérna um helgina og ég tel helvíti nett að engin rifrildi né árekstrar voru í þessu stóra svæði. Auðvitað eins og góðri húsfrú sæmir eldaði ég ofan í herinn... bæði í gegnum tölvu og með old-fashioned aðferðum.
Mig langar svoooo í stærri íbúð!!! Spurning um að fara jafnvel að sækja um stærri íbúð á öðrum kollegíum því ég greinilega kemst ekkert áfram hér í eitthvað stærra.
Til lykke með 1. maí... sumarið er með sanni loksins komið. í dag er hugmyndin að fara með slatta af íslendingum og grilla og drekka öl í Fælledparken. Stuð það!
Styttist í próf... erum með eitt próf eftir 10 daga og gvuð hvað maður verður að spýta í lófana og fara að vera dugleg. Svo er lokapróf í stærðfræði-eðlisfræðinni 30. maí.... shiiiiiiit! Svo er allt búið 16. júní.... þá verður fagnað bæði afmæli og próflokum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli