já ég er ofuróskipulögð þessa dagana... veit bara ekki hvar ég á að byrja á neinu. Mig vantar pillur sem gera mann skipulagðan, gefa manni ofursjálfsaga og gáfur til að geta allt léttilega. Ég er bara of góð við sjálfa mig.
Annars fór ég á Carlsberg safnið í gær... nokkrir bjórar smakkaðir og svona. Svo var haldið yfir til Svíþjóðar í mat til Tomma og Björk. MmMmMm... grillmatur er bara svoooo góður. Nema náttúrulega dagurinn í dag hefur gjörsamlega verið ónýtur sökum of margra bjóra í gær.
Mér finnst líka svindl að vita til þess að eiginlega flestir eru að verða búin í prófum og að komast í sumarfrí... nema ég! Einn og hálfur mánuður til stefnu. Þá getur maður hætt að hafa samviskubit yfir að vera haugur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli