miðvikudagur, maí 17, 2006

Nei nei ekkert frekar...

Ég held það sé góð hugmynd hjá mér að skipta um lækni hérna í DK. Ég hef farið til þessa læknis sem mér var ávísað 2 sinnum síðan ég flutti út.... Síðast var þegar ég var með magnaða streptókokkasýkingu og hann sagði þetta væri bara smááááá hálsbólga, þá heimtaði ég sjálf að fara til háls, nef og eyrnalæknis sökum ansi tíðra og sárra hálsbólgna. En í dag varð ég bara hálf reið. Ég er búin að vera með eitthvað tak í bakinu undanfarna daga, venjulegt íbúfen ekkert að virka þannig ég hélt kannski þetta væri eitthvað meira en vöðvabólga og ákveð fyrst ég var nú komin þangað að fá áfyllingu á ofnæmislyf.

Kallinn fer að spyrja mig hvaða ofnæmislyf ég hef verið að taka... ég segi honum það og segi mér finnst það ekki hafa sömu virkni og áður. Nei nei þá spyr hann ertu þá ekki bara meira í kringum ofnæmisáreiti alveg eins og ég sé eitthvað fífl sem reynir ekki að forðast etta. Ég segi ekkert meira en vanalega. Svo spyr hann þarftu nokkuð að taka þessi lyf? Ég sagði jaaaa ekki nema ég vilji anda. Hann frekar fúll eitthvað... og segir svo að lokum "mér líður ekki vel að vera að ávísa svona mikið af lyfjum". Ég sagði tvennt af þessu þarf ég að taka á hverjum degi til að fúnkera og hitt get ég fengið út í apóteki án recepts, því ég fékk bara aðeins sterkara íbúfen fyrir bakið sem nota bene hann tjekkaði ekki einu sinni á.

ARG! Þarf ég nokkuð að taka ofnæmislyf.... hahahahah góður! Ég tel ofnæmistöflur ekki vera lyf sem maður færi að ofnota eða misnota, þetta er eitthvað sem ég á eftir að taka það sem eftir er ævinnar. OG ég skil bara ekki tregðuna við að ávísa þessu. Þetta er eins og að segja hjartasjúklingnum að hætta að taka hjartalyfin!

Engin ummæli: