fimmtudagur, apríl 27, 2006
Svefn í verslunarmiðstöð
Jáhá ég var næstum sofnuð í verslunarmiðstöðinni Fields í dag! Hvernig í fjáranum er það hægt í þessu þvílíka áreiti? Sko málið þeir eru með þessa líka snilldarstóla á miðjum ganginum.... mar setur í pening og fær svo geggjað nudd! Ég og Hildur erum sannfærðar um að það voru úmpalúmpar sem voru í raun inni í stólnum að nudda okkur. Nú þarf ég bara að komast að því hvar er hægt að kaupa eða eigna sér svona úmpalúmpa.... ef einhver getur frætt mig um það endilega láta vita sem fyrst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli