sunnudagur, apríl 23, 2006

Vá hvað ég er dugleg að skrifa!

Ég er að spá hvort ég hafi fengið tölvuóverdóse. Ég hef bara engan veginn nennt að hanga í tölvunni nema rétt til að kíkja á meilið og mbl.is.
Var að vinna í gær, fór fyrst um hádegi og var í nokkra tíma en svo var eiginlega svo lítið að gera þannig ég var send heim. Jæja hringt ca. klukkutíma seinna, Hreeebbnnaaaaa geturu komið og verið í kvöld og lokað. Já já ekki málið.... nema hvað ég reyni í ca. 2 tíma að henda fyllibyttunum út. Tókst að lokum þegar ég fékk smá aðstoð við það. Einn bjór með Elínu, Hildi, Sólveigu og Luca svo bara hjem i seng.
Í dag höfum við Elín og Hildur glápið á nokkrar DVD þar á meðal Charlie and the Chocolate Factory og eina æðislegustu bollywoodmynd ever. Lazy Sundays eins og það á að vera.

Engin ummæli: