fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Próf í dag

Jæja í dag er ég að fara í próf/vörn eða hvað sem þetta er nú. Ég hef sjaldan verið í hópavinnu þar sem við höfum klárað á svona góðum tíma. Andsk... ég hefði getað sofið aðeins lengur í morgun. Sjáum til hvernig þetta fer.

Ég viðurkenni það núna fullkomlega ég er kaupfíkill... ég var að skoða hvað ég er komin með stóran bónus í HM...úps eða vei, hvernig sem á það er litið!

Erna og Stebbi komu í gærkveldi. ekkert smá gaman að hitta þau. Og þau voru ekkert smá sæt og komu með íslenskt nammi og piparost handa mér. MMMM!

Enn og aftur... mig langar í gott og langt frí.

Engin ummæli: