þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Heilaleysi...

I neeeed coffee! Strætóbílstjórabeyglan lét mig henda fína góða kaffinu mínu þegar ég var á leiðinni í skólann í dag.

Ég gekk á hurðarhún og er nú marin á handleggnum.

Ég er að reyna að skrifa fyrirlesturinn minn en það eina sem kemur út er þroskaheft. Mætti halda að ég hafi lært ensku í gær.

Ég sofnaði á sófanum í gær eftir vinnu... vaknaði röndótt var sko búin að pressa á mig áferðina á áklæðinu á sófanum. Auðvitað var sjónvarpið á og öll ljós... úps! Sem sagt alveg gæðasvefn.

Fór í klippingu til Ingu Rósar í morgun og er nú svaka sæt. Enginn lubbi lengur.

Ég held það sé komið haust... snökt snökt mig langar í meiri sól.

Mig langar ógó mikið í einhvern gómsætan mat... nenni bara ekki út í búð.

Það er svo mikið óhreinatau að það er farið að taka yfir íbúðina mína.

Jæja kannski ég drífi mig bara heim set í þvottavél, laga til og klára svo að læra.

Engin ummæli: