Í dag er síðasti dagurinn minn sem einungis vinnandi mannsveskja... skólinn hefst á ný í fyrramálið. Hvað varð eiginlega um sumarið? Ég er ekki enn búin að fara á alla þá staði sem ég ætlaði að heimsækja né gera allt það sem mig langaði til að bralla. Þess í stað hefur sumarið hjá mér farið í að vinna eins og vitleysingur.
Samt er þetta frí búið að vera æðislegt neita því ekki. Fullt af skemmtilegum heimsóknum og mikið af rugli.
Þar sem strandarstóllinn minn hefur ekki fengið nógu mikla notkun þannig honum hefur verið plantað í stofuna mína og ber nú nafnið lazyboyinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli