þriðjudagur, ágúst 08, 2006

aulahrollur

Standa á kassa í pakkaðri búð kennd við sjö og ellefu, fá tilbaka fullt af klinki, hiklaust setja það í vasann, fatta strax það er gat á vasanum, finna hvernig klinkið rennur kuldalega niður buxnaskálmina, hafa augu allra á þér meðan þú tínir upp klinkið af gólfinu.

Vera svo hrikalega mikið að pæla í eigin hugsunum og labba rúðu.

Tvisvar á einum degi vera svo ofboðslega hugsi og í eigin heimi að missa af strætóstoppistöðinni sinni.

Engin ummæli: