þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Ofurdugnaður...

Já já loksins kom mér upp úr þessari leti sem hefur verið í gangi. Er að taka íbúðina í gegn en hún var orðin smá viðbjóður. Tók einnig fataskápinn minn í gegn og þannig nú kem ég öllum fötunum mínum í viðeigandi hirslur.

Svo er ég búin að setja inn fullt af myndum bæði héðan frá Köben og einnig frá Svíþjóð.

Ég er ekkert smá stolt af mér að nenna þessu loksins!

Engin ummæli: