Verð ég ekki aðeins að ræða um atburðina sem eru að gerast í heiminum?
Eins og allir hafa tekið eftir þá er Danmörk ekki beint vinsælasta landið í heiminum í augnablikinu. Alls staðar sem maður fer þá er þetta rætt. Eitt merki um að fólk er svolítið hrætt er að Nörreport lestarstöðin er liggur við tóm á morgnanna. Ég tek metró á morgnanna eins og ég geri alltaf og í stað þess að allir hrúgast út á Nörreport er fólk að hrúgast út stöðina á undan. Annað sem maður tekur eftir er löggan... hún er allsstaðar núna og miklu duglegri við að nota sírenur. Það eru flestir sem ég hef talað við eru vissir um eitthvað svakalegt muni gerast hér á næstunni spurning bara um hvað og hvenær.
En að hugsa sér vitleysu að fólk er að slasast og deyja vegna einhverra teiknimynda.
Annars er skítakuldi hér í borg... liggur við maður fari út í skíðagallanum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli