sunnudagur, febrúar 05, 2006

Sverige

Þá er ég komin aftur heim til mín eftir magnaða helgi í Sverige. Á föstudag fórum við í eitthvað partý og svo á stúdentastað endaði með því að ég og Rannveig vorum smá hífaðar að syngja karókí uppi á borði. Auðvitað!

Þynnka var allveruleg á laugardeginum en við vorum ekki alveg að meika að vera til. En seint um kveldið ákváðum við að opna eina rauðvín og þá varð ekki aftur snúið. Kláruðum þá flösku og meira að segja opnuðum aðra! Fórum svo í eitthvað teiti þar sem við vorum fjórir íslendingar og ákváðum að hafa skemmtiatriði og syngja Stál og Hnífur fyrir Svíana. Mjöööög fyndið. Endaði að sálgreina fólk um sjö um morguninn.....

En gvuð það má hvergi reykja í Svíaríki og maður fattar ekki alveg hvað maður drekkur mun meira þegar maður hefur ekki sígó til að stoppa sig af. Skrítið að sitja og kaffihúsum og börum og mega ekki kveikja. Og og og maður þarf að fara í ríki til að kaupa áfengi! OG og og ÉG var beðin um skilríki!!!

Er að vinna upp reykingarleysið núna! I luv DK!

Engin ummæli: