Þar sem síðustu tvö blogg hafa verið um mínar svefnvenjur þá kemur hér eitt í viðbót. Náði að sofa loksins í nótt og tók smá líkamsrækt í draumunum prógrammið er að virka.
Annars er frídagur í dag bæði hjá mér og Hildi. Ætlunin er að fara með allar dósirnar og faxekondi og bjór flöskurnar sem hafa safnast upp hér í íbúðinni. Já já og versla svo í skápana fyrir peningana sem við fáum þar. Heilsuátak í gangi hjá Hrebbnunni og er málið að fara reglulega í ræktina á næstunni og borða voða voða hollt. Úff svo er líka planið að setja í þvottavél. Ofurhúsmæður í dag!
Í kvöld á svo að mála bæinn rauðann með Hörpu og Lóu... Cosmopol here we come.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli