Var að koma heim til mín eftir annasaman dag. Fór og skoðaði byggingarsvæðið þar sem fjölbýlishúsið sem við erum að gera á að vera. Reyndar verður húsið aldrei byggt en við gerum allt eins og húsið eigi að reisast þarna.
Alveg að koma helgi og er hún kærkomin að þessu sinni (eins og alltaf reyndar). Rannveig og Anna koma á morgun og verða yfir helgi og ég geri ráð fyrir að eitthvað verður teigað af öl.
Stefnan er líka tekin á að kíkja á fredagsbar á morgun með bekknum, langt síðan það hefur gerst. Veiiiii!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli