sunnudagur, febrúar 12, 2006

Rauðvín....

Ég er hætt að drekka rauðvín í bili... þjáningin eftir að hafa drukkið þennan vökva er engri lík. Annars já það var massíft á þorrablótinu í gærkveldi... allir úber ölvaðir eins og er íslendinga siður. Ég ákvað að drekka vatn drjúgan hluta kvölds vegna hehumm já vegna rauðvínið rann aðeins of ljúflega niður fyrri hluta kvölds.

Hitti fullt af fólki bæði sem ég þekkti og þekkti ekki en hvað er geggjað skrítið að heyra íslensku meðal 600 manns í útlöndum! Mér fannst hinsvegar lítið til matsins koma og má segja að næringin þetta kvöldið hafi komið aðallega frá rauðum þrúgum. ÚFF!

Myndir komnar á netið....

Engin ummæli: