sunnudagur, febrúar 26, 2006

Djamm og djús

Helgin er loks búin og ég verð að viðurkenna það var aðeins tekið á hlutunum um helgina. Deginum í dag hefur verið eytt fyrir framan imbakassann í náttfötunum og matur pantaður af netinu...HAUGAR!

Fórum í gærkveldi á Cosmopol svo á Samsbar og að lokum var endað á Club Mambó í sexí salsasveiflu. Club Mambó er staðsett réttu megin við tívolí en öfugu megin við hovedbane... Hrebbna að gefa Hildi leiðbeiningar. Já já ég var ekkert fuglur í gær. Einnig var víst eitthvað erfitt að ná í mig... bara um 36 missed calls. Vatnið var búið á barnum og þá er bara hægt að fá sér bjór við þorsta... hikst...hikst. Já já svo tekinn einn sveittur hammari á BK í morgunmat. Myndirnar eru magnaðar en ég nenni bara ekki að henda þeim inn núna. Kannski á eftir eða á morgun.

Engin ummæli: