miðvikudagur, júní 26, 2002

Veiiii komin í vinnuna.
Auglýsingin eftir vinum virkaði... Katla var svo góð að svara kallinu. Það var alveg sko kerlingaþemi í botn... Sex in the City, Ally Mcbeal og Grease. Audda drukkið Latte með.... ég hef ekki tölu á hvað ég drakk marga í gær... Svo seinna var það sko snakkið, súkkulaði og kók. Audda fórum við að greina vinkonur okkar sem persónur í sjónvarpsefninu okkar.... Katla er Rizzo, Sigrún er Sandy, Sólveig er Marty og ég well ég er lúðinn Jan í Pink Ladies sem er alltaf að gera sig að fífli.
Um helgina er planið að fara í innanbæjarmarka útileigu.... allaleið inn í Heiðmörk. Það verður örugglega mjög gaman eins og alltaf þegar Díonýsus kemur saman. Grill, áfengi og útivera....einkennishlutir Díonýsusar.

Engin ummæli: