mánudagur, júní 24, 2002

Mjöööööög erfið helgi liðin!
Á föstudag var ég frekar róleg kíkt í smá grillveislu hjá Þránni. Strákarnir fullir....audda! Fór snemma heim og sofnaði í sófanum. Vaknaði eldsnemma....miðað við að það væri laugardagur....sko klukkan 10. Fór svo og opnaði kaffihúsið.....ekkert að gera allann fokkings daginn. Ég held að samtals hafi komið inn 5 manneskjur. Sá eftir því að hafa ekki djammað með strákunum.

Laugardagskvöld:
Fór heim til Þráins. Ein með strákunum....again! Tjill stemming þar þangað til.......við fórum í FUBAR. Úúúú minns er fuglur. Strákarnir orðnir vel marineraðir líka. Eva er svo góð og kemur og gerist einkabílstjórinn okkar. Fórum að vísu ekki í bæinn fyrr en mjög seint. Það var náttúrulega farið á ARA og teigaðir nokkrir grjónagrautar og bjór og enn fleiri staup. Rölt af stað.... hjá Húsinu hitti maður fullt af liði. Veit iggi akkuru en við fórum á glaumbar....ógislegur staður en það var bara allt í læ þetta kvöld. Svo fer hálfvitinn í rugl.is að taka einhver viðtöl við liðið. Það á að banna myndvélar og videótökur á djamminu.

Ok ótrúlegur vinahópur..... ég hafði á tilfinninguna að allir væru að reyna við alla. Þetta var eiginlega komin í hálfgerðan hring....... þessi er að reyna við þennan en hann vill vinkonu hennar sem vill besta vininn. Hehe. Fúsi og ég vorum eitthvað að djóka....held ég. Svo hitti minns Betu hún er barasta heví nice. Allavega svo var lokað og þá var ákveðið að fara heim til mín eftir að hafa sitið eins og rónar hjá listasafninu. Gudjó ákvað að rónast eitthvað aðeins lengur en sagðist ætla að hitta okkur á eftir. Við pöntum pítsu og förum heim. Gudjó misskildi eitthvað því hann fór heim til Þráins í árbæ en Hrebbna á heima í Kópavogi. Massa fyndið.....halloooo halloooo einhver heima.......

Bróðir minn er allt í einu vaknaður, gvuuuð hann er að mæta í vinnuna. hehehe. Ógislega fyndið Gudjó er líka að vinna hjá Egils og fer eitthvað að skipuleggja daginn fyrir hann.... hann var ekki beint í ástandi til þess. Fúsi frekar þreyttur og það var gerð íkveikjutilraun á nefinu á honum.
Shit ég á að mæta í vinnuna á eftir...... jæja allir fara að sofa.....við vorum fimm. Við erum fjögur fyrst í risastóra nýja rúminu mínu.... massa pláss...án djóks. Strákunum fannst mjöööög fyndið að leyfa mér ekki að fara að sofa. Náði að lokum að loka augunum því fimm mínútum seinna var komin tími til að fara á fætur. Gerði mig klára í vinnuna. Hefndi mín svo á svefnleysinu..... tók pott og pottlok og bang bang bang! hehe fyndinn svipur á þeim. Ok dreif liðið á fætur og allir í morgunmat á Prestó. Súkkulaðikaka og malt.

Mér fannst ekki sniðugt að vera að vinna þegar fólk fór nú að koma inn.... góðan daginn, hvað má bjóða þér. Svona frekar rólegt fyrri part en svo um leið og þynnkan fór að koma kom fólk. Ég ein að vinna.... algerlega á haus! Strákarnir koma aftur en í þetta sinn til að fá sér bjór.....afsökunin var að það tók því eiginlega ekki að verða þunnur. Þannig rónarnir mínir juku viðskiptin hjá mér allverulega. Erfiðum vinnudegi lokið.....ég hélt ég myndi deyja. Heim að elda handa litla bró....settið ákvað að yfirgefa okkur í nokkra daga. Síðan var það videó, þynnku-fylleríið hjá Þránni. Ekki alveg að meika þetta. Þeir á sneplunum búnir að vera fullir nokkurnveginn síðan á föstudag. Þegar ég var farin að sjá rúmið mitt í hyllingum þá ákvað ég að fara heim. DJö...ljúft að sofa.

Engin ummæli: